Helgublogg

28.3.06

Einbeittur námsmaður

Já, það er greinilega kominn próffiðringur í mig, allavega tekst mér á einhvern hátt að gera allt annað en að læra. Dæmi: í dag er ég til dæmis búin að þvo allan þvott sem ég gat bókstaflega fundið í húsinu. Síðan fór ég út að versla í matinn, já, á einhvern hátt tókst mér að vera ansi lengi í búðinni að skoða í hillur, hmmm, hvort skyldi ég kaupa venjulega mjólk eða léttmjólk. Fann líka rabbarbara í búðinni og auðvitað fannst mér tilvalið að versla hálft kíló af honum því ég ákvað í búðinni að í dag myndi ég búa til rabbarbarasultu! Fór heim, þvoði rabbarbarann, skellti í pott með sykri og bjó til sultu. En já, eitthvað varð nú að vera til á heimilinu til að borða með sultunni í kvöld þannig að ég ákvað að baka nokkrar vöfflur! Og síðan var nú alveg nauðsynlegt að horfa á endursýndan þátt af Frasier í sjónvarpinu, miklu mikilvægara en að læra. Og sjáið, ég er enn að koma mér undan lærdómnum, ég er að blogga! Kæru vinir og ættingjar, ef svo heppilega vildi til að þið ættuð leið til Írlands, þá á ég allavega sultu og fullt af hreinum handklæðum og rúmfötum!
Lengi lifi lærdómurinn!!!

27.3.06

I have arrived again...!

Hallo allir! Er komin a bloggid a ny, er reyndar ekki i tolvunni minni nuna thannig ad eg nenni ekki ad reyna ad finna ut hvernig a ad setja inn islenska stafi. Allavega, eg er a gedveiku spani i naminu, tvaer ritgerdir eftir til ad skila fyrir paska, sidan profin og sidan masterritgerdin, o mae godd. En allavega, timarnir eru bunir thannig ad eg tharf ekkert ad maeta i skolann aftur.
Eg er ordin spennt fyrir Eurovision og audvitad fylgist eg med a www.eurovision.tv. Myndbandid og textinn med Silviu Night er frabaert algjorlega enda ekki vid odru ad buast og audvitad held eg med henni. Mer finnst danska lagid lika svolitid kul, og strakurinn sem syngur fyrir Russland er thokkalega saetur! Takid eftir stelpunni fra Belgiu, thad er eins og brunkukremsverksmidja hafi radist a hana og sprungid ut um allt a hana, jesus, manneskjan er eins og appelsina!

Saedis systir er ad fara ad fermast 9.april, a afmaelinu minu!!! Ja, eg er semsagt ad koma til landsins, lendi thann 5. og fer aftur 21.april. Thannig ad eg vil endilega hitta sem flesta. Verd reyndar upptekin fram yfir 10. i fermingarundirbuningi, eg verd sko einkahargreidsludama og makeupartist systur minnar um ferminguna!
Eg hlakka svo mikid til ad koma til Islands, er alveg ad deyja.
Lifid gengur sinn vanagang her i Edenderry, thetta er reyndar kannski adeins of mikill smabaer fyrir minn smekk, ekkert haegt ad gera herna. Eg vil annad hvort bua i borg eda tha alveg uppi i sveit, thad er bara af eda a fyrir mer. Frekar erfitt lika ad bua inni a heimili med svona morgum, og mikill gestagangur, stundum eins og eg stodd a jarnbrautarstod frekar en a heimili! En thetta er gott hus, hlytt og notalegt, og eg og Seamus erum ordin godir vinir (husdraugurinn sko)!

20.3.06

hvad er ad ske???

Veit ekki alveg hvad er ad gerast med thetta blogg mitt...buid ad vera einhverjar bilanir, er ad reyna ad koma thessu i lag...

17.3.06

St.Patrick's Day!!!

Í dag er glatt á hjalla hér á Írlandi, thad er þjóðhátíðardagur Íra, St.Patrick’s Day!!! Annars er nú voðalega lítið um að vera, það eru einhverjar skrúðgöngur í gangi og messur um morguninn en síðan leysist allt upp í fyllerí þegar líða tekur á daginn. Írar hafa sjálfir sagt að St.Patrick’s Day sé bara góð afsökun fyrir að fara á fyllerí og fara á pöbbana um miðjan dag! Enda er sagt að Írar séu bara flókin vél til að breyta áfengi í hland!!! Ég ætla að fara út eftir hádegi og sjá hvað er í gangi í Edenderry, efast um að maður lendi í miklum ævintýrum en aldrei að vita hvað Íslendingurinn tekur upp á! Ég þoli samt ekki pöbbastemmninguna, ekkert gerist einhvern veginn, fólk bara situr og drekkur sig fullt, aldrei neitt verið að dansa eða flippa út, bara drekka og fara á klósettið, drekka og fara á klósettið, flestir enda síðan á einhverri búllunni og fá sér fish and chips. Guð hvað ég sakna íslenskra partía og diskóa, þar er sko líf og fjör!!!

Ég sendi hér með nokkrar myndir innan úr húsinu þar sem við búum hjá bróður Keith (sjá link á Myndir hér til hliðar). Þess ber að hafa í huga að Keith og Darren, bróðir hans, endurbyggðu þetta gamla hús sjálfir (gleymdi að taka mynd af því að utan, geri það á morgun) og þetta er því allt þeirra vinna og sköpunarverk. Takið eftir brunninum, þegar þeir voru að byrja að grafa upp fyrir grunni þá kom í ljós þessi brunnur og hann varð að vernda. Svoleiðis að það er brunnur sem skraut í eldhúsinu, ekkert smá flottur, en ógnvekjandi, verður oft hugsað til The Ring og brunnsins þar!!!

16.3.06

Kvenleiki og ímyndir

Mér finnst nýja myndbandið með Pink alveg frábært, ég held að það heiti Stupid Girl. Þar deilir hún á þær ímyndir sem eru ríkjandi í nútímasamfélagi. Meðal ungs fólks í dag þá virðist allt snúast um kynlíf, vera “hot” og “sexí”, lifa hátt, djamma og “hössla” og vera “hot boddí”. Það kemur fram í að ungar stelpur hora sig niður og ganga ansi langt til þess að ganga í augun á strákum. Ég segi nú bara fyrir mig að ég hef fengið mig fullsadda af þessu! Èg hef gefist upp á megrunarkúrum og þegar ég lít í spegilinn þá er ég bara nokkuð ánægð með það sem ég sé, þó ég sé eflaust nokkrum kílóum of þung. Fyrir mér er það að vera hraust fyrir öllu, og það að vera “hot body” er sko alls ekki endilega að vera hraustur. Ég elska mat og nýt þess að elda og fara út að borða, ég passa mig bara að hreyfa mig mikið svo ég geti leyft mér að borða góðan mat á hverjum degi. Ég er því algjörlega sammála Nigellu Lawson sem segist frekar vilja njóta frelsisins að borða heldur en að reyna að komast í minni stærðir. Enda er hún glæsileg kona, flott og kvenleg. Og vissuð þið að Marilyn Monroe, gyðjan sjálf, var 168 cm há og 72 kíló?

10.3.06

AFMÆLISMENN !

Þrír heiðursmenn eiga afmæli í dag:

Andrés Pétur, sonur Sólveigar vinkonu, er 9 ára
Bjartur Máni, bróðursonur minn, er 4 ára
Stefán Þór, stjúpi minn, er aðeins eldri en ofannefndir, en alltaf ungur í anda!!!

Vil ég óska þeim öllum innilega til hamingju og njótið dagsins!!!