St.Patrick's Day!!!
Í dag er glatt á hjalla hér á Írlandi, thad er þjóðhátíðardagur Íra, St.Patrick’s Day!!! Annars er nú voðalega lítið um að vera, það eru einhverjar skrúðgöngur í gangi og messur um morguninn en síðan leysist allt upp í fyllerí þegar líða tekur á daginn. Írar hafa sjálfir sagt að St.Patrick’s Day sé bara góð afsökun fyrir að fara á fyllerí og fara á pöbbana um miðjan dag! Enda er sagt að Írar séu bara flókin vél til að breyta áfengi í hland!!! Ég ætla að fara út eftir hádegi og sjá hvað er í gangi í Edenderry, efast um að maður lendi í miklum ævintýrum en aldrei að vita hvað Íslendingurinn tekur upp á! Ég þoli samt ekki pöbbastemmninguna, ekkert gerist einhvern veginn, fólk bara situr og drekkur sig fullt, aldrei neitt verið að dansa eða flippa út, bara drekka og fara á klósettið, drekka og fara á klósettið, flestir enda síðan á einhverri búllunni og fá sér fish and chips. Guð hvað ég sakna íslenskra partía og diskóa, þar er sko líf og fjör!!!
Ég sendi hér með nokkrar myndir innan úr húsinu þar sem við búum hjá bróður Keith (sjá link á Myndir hér til hliðar). Þess ber að hafa í huga að Keith og Darren, bróðir hans, endurbyggðu þetta gamla hús sjálfir (gleymdi að taka mynd af því að utan, geri það á morgun) og þetta er því allt þeirra vinna og sköpunarverk. Takið eftir brunninum, þegar þeir voru að byrja að grafa upp fyrir grunni þá kom í ljós þessi brunnur og hann varð að vernda. Svoleiðis að það er brunnur sem skraut í eldhúsinu, ekkert smá flottur, en ógnvekjandi, verður oft hugsað til The Ring og brunnsins þar!!!
Ég sendi hér með nokkrar myndir innan úr húsinu þar sem við búum hjá bróður Keith (sjá link á Myndir hér til hliðar). Þess ber að hafa í huga að Keith og Darren, bróðir hans, endurbyggðu þetta gamla hús sjálfir (gleymdi að taka mynd af því að utan, geri það á morgun) og þetta er því allt þeirra vinna og sköpunarverk. Takið eftir brunninum, þegar þeir voru að byrja að grafa upp fyrir grunni þá kom í ljós þessi brunnur og hann varð að vernda. Svoleiðis að það er brunnur sem skraut í eldhúsinu, ekkert smá flottur, en ógnvekjandi, verður oft hugsað til The Ring og brunnsins þar!!!
4 Comments:
At 3:41 p.m., theddag said…
Ég sé ekki þessar myndir.
Vildi líka segja þér að hann Ögmundur er dáinn. Hann var jarðaður á föstudaginn.
At 10:35 a.m., SewPolkaDot said…
Vá, æðisleg íbúð og þú lítur rosalega vel út líka :D
At 6:44 p.m., Helga said…
takk:)
At 7:10 a.m., Olga said…
Já þessi brunnur...er búið að setja gler yfir hann. Hann er svoldið ógnvekjandi svona opinn. Það væri auðvelt að koma heim af pöbbnum og detta oní hann ;)
Ég sakna líka íslenska djammsins stundum en mér finnst samt oft gott að sitja inná kósý pöbb og bara drekka bjór og tala vitleysu. Get samt ekki beðið eftir að pöbbar verða reyklausir hér (næsta ár).
Post a Comment
<< Home