Helgublogg

16.3.06

Kvenleiki og ímyndir

Mér finnst nýja myndbandið með Pink alveg frábært, ég held að það heiti Stupid Girl. Þar deilir hún á þær ímyndir sem eru ríkjandi í nútímasamfélagi. Meðal ungs fólks í dag þá virðist allt snúast um kynlíf, vera “hot” og “sexí”, lifa hátt, djamma og “hössla” og vera “hot boddí”. Það kemur fram í að ungar stelpur hora sig niður og ganga ansi langt til þess að ganga í augun á strákum. Ég segi nú bara fyrir mig að ég hef fengið mig fullsadda af þessu! Èg hef gefist upp á megrunarkúrum og þegar ég lít í spegilinn þá er ég bara nokkuð ánægð með það sem ég sé, þó ég sé eflaust nokkrum kílóum of þung. Fyrir mér er það að vera hraust fyrir öllu, og það að vera “hot body” er sko alls ekki endilega að vera hraustur. Ég elska mat og nýt þess að elda og fara út að borða, ég passa mig bara að hreyfa mig mikið svo ég geti leyft mér að borða góðan mat á hverjum degi. Ég er því algjörlega sammála Nigellu Lawson sem segist frekar vilja njóta frelsisins að borða heldur en að reyna að komast í minni stærðir. Enda er hún glæsileg kona, flott og kvenleg. Og vissuð þið að Marilyn Monroe, gyðjan sjálf, var 168 cm há og 72 kíló?

1 Comments:

  • At 3:38 p.m., Blogger theddag said…

    Mér finnst þetta myndband með Pink einmitt frábært.

     

Post a Comment

<< Home