Pirradur íslendingur!
Írska þjóðin er að mínu mati afskaplega ástríðulaus fyrir vel flestu. Allt er “grand, not a bother” og heyrir maður þessa setningu mjög oft og í mismunandi tilfellum. Ef maður er spurður hvernig maður hefur það þá er búist við “Grand, not a bother”. Ég prófaði einu sinni að svara því til að ég væri að drepast úr vefjagigtarverkjum, ég væri með hausverk og rosalegan prófkvíða. En viðbrögð þess sem spurði voru alveg hin sömu og ef ég hefði sagt “Grand, not a bother”. Allur smekkur fyrir góðu handverki eða faglegum vinnubrögðum er varla að finna hér. Sem dæmi mætti nefna að um daginn ætluðum ég og Keith að tengja lítið sjónvarp upp í herbergi hjá okkur þar sem er sjónvarpstengi. Ekkert gerðist eftir að við höfðum tengt sjónvarpsloftnetið í innstunguna. Sem var kannski ekki skrítið: Þegar Keith skrúfaði tengið af veggnum þá hafði rafvirkinn ekki tengt sjónvarpsloftnetið í veggnum við tengið sjálft!!! Dósin var bara eins og skraut á veggnum og hann hafði semsagt bara skrúfað hana á vegginn án þess að tengja loftnetið!!! Og þetta var líka í hinum herbergjunum sem eiga að hafa svona loftnet! Jesús, svona hlutir fara mjög mikið í taugarnar á mér sem er vön góðri þjónustu að heiman. Eins sem ég sakna líka mikið frá Íslandi eru allir öfgar, en Íslendingar eru mjög öfgafullir. Til dæmis þegar Íslendingar detta í’ða þá er það gert með tilþrifum og líka þegar haldin eru partí, þá er sko ekkert verið að fara heim klukkan half tólf eins og gerst hefur í þau tvö skipti sem ég og Keith höfum reynt að halda partí. Það er einhvern veginn aldrei nein spenna fyrir neinu hérna í þessu landi, til dæmis sakna ég allrar spennunnar í kringum Eurovision heima en hér er maður bara álitin “freak” ef maður hefur áhuga á Eurovision.Já, hér í landi vantar finnst mér gen sem kallast fjör-og stuðgen. Þegar farið er á pöbbinn þá situr fólk bara með sitt bús og talar í mesta lagi saman. Það er ekkert verið að dansa eða dilla sér, bara farið heim eftir búsið!
Og annað sem fer í pirrurnar á mér: flestir írar vita ekki hvað ostaskeri er!!! Þegar við skötuhjúin fjárfestum í einum slíkum (eftir langa leit í Cork) þá var endalaust verið að spyrja okkur hvað þetta væri!!! Sumir héldu að þetta væri áhald til að taka burt veggfóður!!! Við ákváðum bara að hafa smá gaman að þessu ostaskeraþekkingarleysi og núna í hvert sinn sem við bjóðum fólki heim þá drögum við upp ostaskerann og höfum svona gátuleik, sá sem giskar fyrst rétt fær verðlaun! Frábær partíleikur!!
Og annað sem fer í pirrurnar á mér: flestir írar vita ekki hvað ostaskeri er!!! Þegar við skötuhjúin fjárfestum í einum slíkum (eftir langa leit í Cork) þá var endalaust verið að spyrja okkur hvað þetta væri!!! Sumir héldu að þetta væri áhald til að taka burt veggfóður!!! Við ákváðum bara að hafa smá gaman að þessu ostaskeraþekkingarleysi og núna í hvert sinn sem við bjóðum fólki heim þá drögum við upp ostaskerann og höfum svona gátuleik, sá sem giskar fyrst rétt fær verðlaun! Frábær partíleikur!!
3 Comments:
At 10:15 p.m., theddag said…
Hahahaha þvílíkur partýleikur. Svo er maður að státa sig af því að vera kominn af Írum, enda kúlara að vera komin af þrælum en ribböldum. Hmmmmm kannski útskýrir þetta áhugaleysi mitt fyrir Eurovision, djammi og þess háttar.
At 3:06 p.m., Hrabbý said…
Hvurslags hottintottaþjóð er þetta eiginlega??? Maður hefði nú haldið að Írar væru sko fólk sem kynni að skemmta sér, drekkandi bjór og dansandi riverdance langt fram eftir nóttu í grænum álfabúningum. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Komdu bara heim Helga mín..I´ll show you a good time ;)
At 1:32 p.m., Olga said…
Já maður hefur komist að því þegar maður býr í öðru landi að maður getur ekki breytt heillri þjóð, þó manni langi til þess, he he. Sammála með ostaskerann. Maður mætti halda að hann væri íslensk uppfinning. Það finnst öllum þetta rosa sniðug uppfinning hér. Svo eru náttúrulega aðrar íslenskar uppfinningar eins og: kleinujárn, desilítramál og pönnukökupanna :)
Kveðja frá Ástralíu
Olga
Post a Comment
<< Home